Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hašek
from archive.org
Góði dátinn Svejk er ókláruð háðsádeiluskáldsaga skrifuð af Jaroslav Hašek. Bókin kom fyrst út á tékknesku árið 1923. Upprunalega átti bókin að vera í sex bindum en Jaroslav tókst aðeins að klára fjögur þeirra áður en hann féll frá. Bindin fjögur hafa yfirleitt verið gefin út saman sem ein bók.
Sagan segir frá Josef Svejk ungum manni sem býr í Prag og gengur í her Austurríska-ungverska keisaradæmisins í byrjun sögunnar. Ævintýri hans á meðan á herþjónustunni stendur í fyrri heimsstyrjöldinni eru æði mörg enda er Josef seinheppinn með eindæmum. Svejk hefir farið í Bjarmalandsför eins og kafli einn í bókinni gefur til kynna. Hann hefir einnig farið til réttarlækna og á geðspítala. Aðrar persónur sögunnar eru Lukas höfuðsmaður, herpresturinn, frú Müller sú er ekur honum um í hjólastól og knæpueigandinn á Bikarnum sem fær á sig fangelsisdóm af því að flugurnar á knæpunni skitu á myndina af keisaranum.
Leikarinn geðþekki Gísli Halldórsson las söguna einu sinni í útvarpið og þótti mörgum gaman að. Hann ljáði hverjum og einum sérstaka rödd. Lestur hans hefur verið gefinn út á geisladiskum.
- no title (44.3Mb)
- no title (42.8Mb)
- no title (43.1Mb)
- no title (39.1Mb)
- no title (43.6Mb)
- no title (37Mb)
- no title (43.1Mb)
- no title (42.7Mb)
- no title (38.3Mb)
- no title (36.2Mb)
- no title (36.3Mb)
- no title (30.9Mb)
- no title (51.1Mb)
- no title (48.4Mb)
- no title (50.8Mb)
- no title (48.9Mb)
- no title (52.4Mb)
- no title (49.5Mb)
- no title (53.2Mb)
- no title (51.3Mb)
- no title (50.6Mb)
- no title (48.2Mb)
- no title (51.9Mb)
- no title (49.6Mb)
MP3 files hosted by archive.org.